Leikarinn og grínistinn Pete Davidson hefur verið ákærður fyrir glannaakstur í tengslum við bílslys sem átti sér stað í Los Angeles fyrr á þessu ári. Réttarhöldin yfir Davidson eru áætluð þann 27. júlí næstkomandi.
CNN hefur eftir Greg Risling, aðstoðarupplýsingafulltrúa héraðssaksóknara í Los Angeles, að Davidson sé grunaður um gáleysislegan akstur þegar hann ók inn íbúðargötu og keyrði á brunahana og heimili í götunni þann 4. mars síðastliðinn. Enginn slasaðist alvarlega við áreksturinn en samkvæmt Risling tekur embætti héraðssaksóknara öllum ásökunum um gáleysislegan akstur alvarlega, sérstaklega í ljósi þess að árið að dauðsföll í umferðinni í Los Angeles hafa ekki verið fleiri í 20 ár.