Margrét Þórhildur Danadrottning er hætt að reykja. Margrét er 83 ára í dag, en hún reykti sína fyrstu sígarettu þegar hún var aðeins 17 ára gömul.
Samkvæmt heimildum Her&Nu hætti Margrét að reykja áður en hún fór í stóra aðgerð á baki í lok febrúar eftir að hafa glímt lengi við bakverki. Lene Balleby, samskiptastjóri konungshallarinnar, staðfesti við dagblaðið Berlingske að drottningin hafi ekki reykt síðan hún fór í aðgerðina í febrúar.
Margrét hefur síðastliðin 50 ár reykt sígarettur frá gríska merkinu Karelia, en þegar hún var ung reykti hún enskar Virginia-sígarettur. Það voru foreldrar Margrétar sem buðu henni fyrstu sígarettuna árið 1957, en þau höfðu bæði reykt alla æsku Margrétar.