Danadrottning er hætt að reykja

Margrét Þórhildur Danadrottning er hætt að reykja.
Margrét Þórhildur Danadrottning er hætt að reykja. AFP

Margrét Þórhildur Danadrottning er hætt að reykja. Margrét er 83 ára í dag, en hún reykti sína fyrstu sígarettu þegar hún var aðeins 17 ára gömul. 

Samkvæmt heimildum Her&Nu hætti Margrét að reykja áður en hún fór í stóra aðgerð á baki í lok febrúar eftir að hafa glímt lengi við bakverki. Lene Balleby, samskiptastjóri konungshallarinnar, staðfesti við dagblaðið Berlingske að drottningin hafi ekki reykt síðan hún fór í aðgerðina í febrúar.

Margrét hefur síðastliðin 50 ár reykt sígarettur frá gríska merkinu Karelia, en þegar hún var ung reykti hún enskar Virginia-sígarettur. Það voru foreldrar Margrétar sem buðu henni fyrstu sígarettuna árið 1957, en þau höfðu bæði reykt alla æsku Margrétar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar