Fékk síma í andlitið á miðjum tónleikum

„Ég elska að túra. Ég hef verið að skemmta mér …
„Ég elska að túra. Ég hef verið að skemmta mér konunglega," skrifaði Rexha fyrir viku síðan á Instagram. Samsett mynd

Söngkonan Bebe Rexha lenti í miður skemmtilegri upplifun á tónleikum sínum er haldnir voru á sunnudag. Rexha fékk síma grýtt heldur harkalega í andlitið og féll í kjölfarið niður á sviðið.

Söngkonan var með tónleika á The Rooftop við Pier 17 í New York-borg og voru þeir hluti af tónleikaferðalagi söngkonunnar, Best F’n Night of My Life.

Í myndbandi sem hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum má sjá augnablikið þegar söngkonan fær símann í andlitið í miðjum lagaflutningi og hvernig henni bregður. Starfsteymi söngkonunnar sést síðan hlaupa inn á sviðið, stöðva tónleikana og leiða Rexha afsíðis.

Tónleikagestum varð mjög brugðið og margir lýstu yfir hneykslun sinni á samfélagsmiðlum. „Algjörlega frábærir tónleikar, en eyðilagðir af einum aðdáanda sem kaus að grýta símanum sínum í Bebe Rexha. Vonandi er allt í lagi með hana,” skrifaði einn aðdáandi. „Aumingja Rexha, ég vona svo sannarlega að það sé í lagi með hana. Jafnvel þó það sé líkamlega í lagi með hana þá hefur þetta sært andlega, skrifaði annar.

Hvorki Rexha né kynningarteymi hennar hafa gefið út yfirlýsingu varðandi líðan söngkonunnar.

View this post on Instagram

A post shared by Bebe Rexha (@beberexha)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka