Fékk síma í andlitið á miðjum tónleikum

„Ég elska að túra. Ég hef verið að skemmta mér …
„Ég elska að túra. Ég hef verið að skemmta mér konunglega," skrifaði Rexha fyrir viku síðan á Instagram. Samsett mynd

Söng­kon­an Bebe Rexha lenti í miður skemmti­legri upp­lif­un á tón­leik­um sín­um er haldn­ir voru á sunnu­dag. Rexha fékk síma grýtt held­ur harka­lega í and­litið og féll í kjöl­farið niður á sviðið.

Söng­kon­an var með tón­leika á The Rooftop við Pier 17 í New York-borg og voru þeir hluti af tón­leika­ferðalagi söng­kon­unn­ar, Best F’n Nig­ht of My Life.

Í mynd­bandi sem hef­ur farið eins og eld­ur í sinu á sam­fé­lags­miðlum má sjá augna­blikið þegar söng­kon­an fær sím­ann í and­litið í miðjum laga­flutn­ingi og hvernig henni bregður. Starfsteymi söng­kon­unn­ar sést síðan hlaupa inn á sviðið, stöðva tón­leik­ana og leiða Rexha afsíðis.

Tón­leika­gest­um varð mjög brugðið og marg­ir lýstu yfir hneyksl­un sinni á sam­fé­lags­miðlum. „Al­gjör­lega frá­bær­ir tón­leik­ar, en eyðilagðir af ein­um aðdá­anda sem kaus að grýta sím­an­um sín­um í Bebe Rexha. Von­andi er allt í lagi með hana,” skrifaði einn aðdá­andi. „Aum­ingja Rexha, ég vona svo sann­ar­lega að það sé í lagi með hana. Jafn­vel þó það sé lík­am­lega í lagi með hana þá hef­ur þetta sært and­lega, skrifaði ann­ar.

Hvorki Rexha né kynn­ing­ar­t­eymi henn­ar hafa gefið út yf­ir­lýs­ingu varðandi líðan söng­kon­unn­ar.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Bebe Rexha (@be­b­erexha)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Ekki þarf allt að hafa tvöfalda merkingu, fjöldi merkinga er nær lagi. Heil orðlaus saga á sér stað milli þín og náins vinar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Ekki þarf allt að hafa tvöfalda merkingu, fjöldi merkinga er nær lagi. Heil orðlaus saga á sér stað milli þín og náins vinar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir