Gervigreindartónlist ekki gjaldgeng á Grammy-verðlaununum

Paul McCartney mun að öllum líkindum ekki fá tilnefningu fyrir …
Paul McCartney mun að öllum líkindum ekki fá tilnefningu fyrir nýjasta Bítlalagið á komandi Grammy-verðlaunum. AFP/Steve Jennings

Nýjar reglur Grammy-verðlaunanna kveða á um að einungis mannlegt tónlistarfólk geti nú unnið til helstu verðlauna. Voru reglurnar samþykktar á stjórnarfundi Grammy-akademíunnar í síðasta mánuði og eru þetta viðbrögð hennar við notkun gervigreindar í tónlistarsköpun.

Tónlist sem inniheldur þætti gervigreindar verður þó gjaldgeng, svo framarlega sem mannlegur höfundur beri ábyrgð á stærstum hluta tónlistarinnar og/eða texta lagsins.

Tilkynningin kemur skömmu eftir að Paul McCartney tilkynnti að væntanlegt Bítlalag hefði verið samið að mestu með gervigreind. Mun það því að öllum líkindum ekki vera gjaldgengt til tilnefningar á komandi Grammy-verðlaunahátið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar