Raunveruleikastjarnan Brody Jenner fór á skeljarnar og bað Tiu Blanco í miðju steypiboði, en þau eiga von á sínu fyrsta barni saman.
Jenner og Blanco opinberuðu ástarsamband sitt á Instagram í júní 2022, en þau tilkynntu óléttuna í janúar síðastliðnum og bíða nú spennt eftir að dóttir þeirra komi í heiminn.
„Í gær var haldin fallegasta steypiboðið sem endaði með bónorði frá draumamanninum mínum. Það var svo einstakt að fá að deila þessu augnabliki með fólkinu sem við elskum svo mikið,“ skrifaði Blanco við færslu á Instagram-reikningi sínum.