Orðinn einfari með fáa nána vini

Andrés prins hefur átt erfitt síðustu árin eftir að hneyksli …
Andrés prins hefur átt erfitt síðustu árin eftir að hneyksli skók tilveru hans. AFP

Andrés prins er sagður einfari með fáa vini. Þetta er haft eftir rithöfundinum Andrew Lownie sem er sérfræðingur í málefnum konungsfjölskyldunnar og skrifaði meðal annars bókina Traitor King.

Líf Andrésar prins tók stökkbreytingum þegar honum var gert að stíga til hliðar sem starfandi meðlimur konungsfjölskyldunnar. Nú ver hann mestum tíma sínum einn.

„Hann er einfari með fáa nána vini og ver dögum sínum í golfi, horfir á myndbönd og reynir að vinna sér inn pening,“ segir Lownie í viðtali við Express.

„Hann fer bara út tvisvar í viku til þess að fara á hestbak á Windsor lóðinni. Stundum fer hann í sund,“ er haft eftir heimildarmanni.

Margir segja að hann þori ekki að fara af lóðinni af ótta við að verða ekki hleypt aftur inn en Andrés prins hefur átt í deilum við Karl kóng um búsetu sína í Royal Lodge. Talið er að drottningin hafi arfleitt Andrési fjármuni til þess að eiga fyrir rekstri og viðhaldi Royal Lodge. Nafn hans er auk þess á leigusamningnum sem gildir til margra áratuga og því er erfitt að fá hann til þess að flytja gegn eigin vilja.

Til stendur að gera við þakið á Royal Lodge sem gæti tekið marga mánuði. Andrés gæti þurft að flytja á meðan á viðgerðunum stendur en hann vill helst ekki gera það. Hann er þá hræddur um að hann missi endanlega húsið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar