Hljómsveitin Sigur Rós gaf út sína áttundu breiðskífu þann 16. júní síðastliðinn. Hefur hún hlotið mikið lof gagnrýnenda og segir tónlistartímaritið MOJO hana vera himneska og dýrlega sinfóníu.
Platan Átta er fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar í tíu ár og því var eftirvæntingin eftir nýju efni orðin mikil. Mörg af stærstu tónlistarblöðum heims og ýmsar menningarsíður hafa lofað plötuna hástert. Breska tónlistarblaðið NME að nýja platan bæti hreinni og náttúrulegri sál við þenna kalda of tilfinningalausa heim og bandaríski menningarmiðillinn NPR segir að platan sé þeirra magnþrungnasta og persónulegasta plata til þessa.
Hægt er að hlusta á plötuna á öllum helstu streymisveitum. Mun hún koma út í formi geisladisks og vínylplötu þann 1. september næstkomandi.