Bragi fagnar 11 árum edrú

Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur.
Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur er búinn að vera án áfengis og vímuefna í ellefu ár í dag. Bragi gekk inn á Vog á þessum degi árið 2012.

Hann skrifaði færslu á Facebook um áfangann í dag og kallaði eftir bótum á meðferðarkerfinu á Íslandi.

„20. júní 2012 gekk ég inn á Vog.
11 ár.
4015 sinnum hef ég lagt allsgáð höfuð á koddann.
4015 sinnum hef ég vaknað óþunnur.
Fyrst einn. Svo tvö. Svo þrjú. Svo fjögur.
4015 daga ferðalag frá sjálfsvígshugsunum yfir í þakklæti.
4015 dagar þar sem ég hef fengið að búa mér til líf úr engu, af því ég fékk hjálp.
Systkini okkar eru að deyja á biðlistum. Ég hefði dáið þar. Lögum meðferðarkerfið. Björgum okkur,“ skrifar Bragi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar