Eiður býður ísbíltúr í fundarlaun fyrir Jaguarinn

Eiður Birgisson og Manuela Ósk Harðardóttir.
Eiður Birgisson og Manuela Ósk Harðardóttir. Samsett mynd

Eiður Birgisson kvikmyndaframleiðandi hefur biðlað til netheima í kjölfar þess að Jaguarnum var stolið fyrir utan bílasölu á Höfða í gær. Í Facebook-færslu sinni lofar Eiður að bjóða upp á ísbíltúr í fundarlaun. 

Bíllinn er glæsikerra, en hann er svartur á litinn og með bílnúmerið ERD32.

Þjófnaðurinn staðfestur í fréttaskeyti lögreglu

Í fréttaskeyti lögreglu sem inniheldur helstu tíðindi LRH á milli 05:00-17:00 í dag, kemur fram að á stöð fjögur sem vaktar Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ, hafi verið tilkynnt um innbrot á bílasölu í nótt. Þá hafi munir starfsmanna verið fjarlægðir ásamt kveikjuláslyklum bifreiðar sem var stolið. 

Eiður biður þau sem hafa upplýsingar um afdrif bílsins um að hafa samband við hann sjálfan í gegnum Facebook eða að hringja beint til lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar