Hringdi í lögregluna í maníukasti

Fyrrverandi leikkonan og barnastjarnan, Amanda Bynes.
Fyrrverandi leikkonan og barnastjarnan, Amanda Bynes. Samsett mynd

Fyrrverandi leikkonan og barnastjarnan, Amanda Bynes, var nauðungarvistuð á geðdeild á laugardagsmorgun. Þetta er í annað skipti svo vitað sé á þessu ári. 

Samkvæmt heimildarmönnum TMZ var það Bynes, sem er greind með geðhvarfasýki, sem hringdi í lögregluna í Los Angeles til þess að tilkynna um konu í maníukasti. Í kjölfarið var leikkonan handtekin og vistuð á geðdeild eftir að hafa undirgengist geðmat. 

Heimildarmenn Page Six sögðu á mánudag að fyrrverandi leikkonan væri talin hættuleg sjálfri sér og öðrum og að hún sæti skyldubundna geðgæslu, en samkvæmt lögum er aðeins hægt að halda einstaklingi í 72 klukkustundir. 

Fulltrúar Bynes hafa ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla varðandi líðan hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar