Í bataferli eftir skilnaðinn

Kelly Clarkson.
Kelly Clarkson. AFP

Bandaríska söngkonan og spjallþáttadrottningin, Kelly Clarkson, viðurkenndi á dögunum að skilnaður hennar við fyrrverandi eiginmann sinn, umboðsmanninn Brandon Blackstock, árið 2020, hafi skilið eftir sig djúp og erfið sár. Söngkonan hefur verið í sálfræðimeðferð til þess að vinna úr andlegri vanlíðan og tilfinningalegri togstreitu allar götur síðan. 

„Ég er í reglulegri sálfræðimeðferð og elska það. Ég byrjaði í raun þegar ég var gift, ég átti í miklum erfiðleikum,“ sagði söngkonan í viðtali við ET Kanada sem birtist á mánudag. 

Clarkson hefur ávallt verið mjög opinská um erfiðleika fyrrverandi hjónanna í viðtölum og í spjallþætti sínum The Kelly Clarkson Show. „Mér fannst ég takmörkuð í sambandinu, en það var ekki einungis honum að kenna. Þetta var mér að kenna, ég leyfði því að gerast,“ sagði Clarkson. „Ég upplifði tímabundna ást, en ég er að byggja mig upp og þarf að tjá mig.“

Söngkonan samdi nýjustu plötuna sína, Chemistry, sem er væntanleg hinn 23. júní, í kjölfar skilnaðarins og eru lögin hluti af bataferlinu og öll innblásin af skilnaðinum. „Ég sem öll bestu lögin þegar ég er nýbúin að ganga í gegnum mikla erfiðleika, svona sigrast ég á þeim. Reiði er til staðar. Það er reiði, það er sorg, það er hamingja, það er von. Tilfinningaskalinn er á nýju plötunni,“ útskýrði Clarkson.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka