Síðastliðin sunnudag henti aðdáandi Bebe Rexha farsíma í andlit söngkonunnar á miðjum tónleikum hennar í New York-borg með þeim afleiðingum að hún féll niður á sviðið. Nú hefur Rexha sýnt meiðslin sem hún hlaut af högginu.
Fram kemur á vef Daily Mail að aðdáandinn hafi nú verið nafngreindur, en það var Nicolas Malavagna sem henti símanum í söngkonuna.
Rexha hefur nú deilt myndum á Instagram þar sem hún sést með slæmt glóðarauga á vinstra auga og skurð yfir augabrúnina. Hún deildi einnig myndskeiði á Instagram þar sem hún sagðist vera góð, þrátt fyrir sársaukafull meiðsli.
@beberexha Im okay you guys 💖
♬ original sound - BebeRexha