Með glóðarauga og skurð eftir högg frá aðdáanda

Bebe Rexha fékk slæmt högg í andlitið frá aðdáanda sínum …
Bebe Rexha fékk slæmt högg í andlitið frá aðdáanda sínum á miðjum tónleikum í New York-borg. Samsett mynd

Síðastliðin sunnudag henti aðdáandi Bebe Rexha farsíma í andlit söngkonunnar á miðjum tónleikum hennar í New York-borg með þeim afleiðingum að hún féll niður á sviðið. Nú hefur Rexha sýnt meiðslin sem hún hlaut af högginu. 

Fram kemur á vef Daily Mail að aðdáandinn hafi nú verið nafngreindur, en það var Nicolas Malavagna sem henti símanum í söngkonuna.

Rexha hefur nú deilt myndum á Instagram þar sem hún sést með slæmt glóðarauga á vinstra auga og skurð yfir augabrúnina. Hún deildi einnig myndskeiði á Instagram þar sem hún sagðist vera góð, þrátt fyrir sársaukafull meiðsli.

View this post on Instagram

A post shared by Bebe Rexha (@beberexha)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar