Fékk kláðaútbrot vegna aðhaldsfatnaðar

Adele veigrar sér ekki við því að tala um hversdagsleg …
Adele veigrar sér ekki við því að tala um hversdagsleg vandamál við aðdáendur sína. AFP/Niklas Halle'n

Söngkonan Adele hefur viðurkennt að hafa fengið uppáskrifað sérstakt krem fyrir kláðaútbrotum vegna notkunar sinnar á aðhaldsfatnaði. Vegna þessa líði henni eins og háklassa íþróttakonu, enda eru slík útbrot oft kölluð íþróttakláði.

Sagði hún áhorfendum sínum þessa sögu á nýlegum tónleikum sínum í Las Vegas. Myndband hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem Adele segist svitna mjög mikið á tónleikum sínum, en vegna aðhaldsfatnaðarins sem hún er vanalega í þá komist svitinn ekkert. Þess vegna sitji hún í raun í sínum eigin svita og hefur það orsakað kláðaútbrotin. Í kjölfarið hafi hún fengið sérstakt krem sem hún þarf nú að maka á sig.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar