Hjálpaði óléttri konu á salernið

Harry Styles hjálpaði óléttri konu og nefndi ófætt barn hennar.
Harry Styles hjálpaði óléttri konu og nefndi ófætt barn hennar. AFP/Ben Stansall

Harry Styles er sannkallaður séntilmaður, en söngvarinn stöðvaði tónleika sína í Cardiff á þriðjudag til þess að ófrísk kona kæmist á salernið. 

„Nefndu barnið okkar“

Söngvarinn, 29 ára, er á tónleikaferðalagi um þessar mundir og kom fram á uppseldum tónleikum á Principality leikvanginum í Cardiff í gær.

Á meðal áhorfenda voru þau Sian og Elliot, en þau eiga von á sínu fyrsta barni á næstu mánuðum. Parið vildi ólmt ná athygli Styles og fleygði pappabolla til söngvarans með orðunum „nefndu barnið okkar,“ sem gladdi fyrrverandi One Direction–stjörnuna. 

Tók pissupásu

Áður en þríeykið gat byrjað að spá í barnanöfnum sá Styles að hin tilvonandi móðir var í spreng og þurfti nauðsynlega að komast á salernið. Hann sagði því í hljóðnemann: „Ég hugsa að við séum öll sammála því að það sé mikilvægt að Sian fari afsíðis í smástund, er það ekki?“

Í framhaldi sagði hann við Sian: „Veistu hvað ég ætla að gera? Þú ferð á salernið, ég ætla að pása tónleikana!“

Í millitíðinni spjallaði Styles við aðra aðdáendur, en þegar hann kom auga á Sian hófust alvarlegar umræður um barnanöfn. Söngvarinn spurði parið um það hvaða nöfn þau hefðu hugsað sér fyrir strák og stelpu og bað áhorfendur um að hjálpa sér að velja úr nöfnunum Stevie, Harley, Rafe og Caleb.

Það brutust út gífurleg fagnaðarlæti yfir nafninu Stevie og því líklegt að ófæddi Styles aðdáandinn fái nafnið Stevie. 

@daydreamingnic Harry talking to a pregnant fan Sian about naming her baby and encouraging her to go pee. #harrystyles #loveontour #loveontour2023 #concert ♬ original sound - nicola 🍒
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar