Rapparinn Tyga og tónlistarkonan Avril Lavigne eru hætt saman eftir aðeins fjögurra mánaða samband.
Fram kemur á vef TMZ að fyrrverandi parið hafi tekið sameiginlega ákvörðun um að fara hvort í sína áttina og engar erfiðar tilfinningar eru sagðar vera á milli þeirra.
Orðrómur um samband Tyga og Lavigne fór á flug eftir að þau sáust saman í Malibu í febrúar síðastliðnum. Á þeim tíma var Lavigne enn trúlofuð Mod Sun, en hún sleit trúlofuninni stuttu síðar.
Eftir það sáust Tyga og Lavigne margoft saman, en þau staðfestu svo samband sitt með sjóðheitum kossi á tískuvikunni í París þann 6. mars síðastliðinn.