Sér ekki sólina fyrir eiginkonu sinni

Hjónin eru brjálæðislega ástfangin.
Hjónin eru brjálæðislega ástfangin. Samsett mynd

Sveitasöngvarinn Keith Urban sér ekki sólina fyrir eiginkonu sinni. Ástralska leikkonan Nicole Kidman fagnaði 56 ára afmæli á þriðjudag og óskaði Urban frúnni til hamingju með daginn í einlægri kveðju á Instagram.

„Glæsilega, kynþokkafulla, ævintýragjarna, forvitna, náttúruelskandi, ugluleitandi, listakona og eiginkona: Til hamingju með afmælið, elskan mín!“ skrifaði Urban við mynd sem sýnir Kidman dást að uglu. 

Kidman og Urban giftu sig í júní árið 2006 og fagna því 17 ára brúðkaupsafmæli sínu um þessar mundir. Hjónin eiga tvær dætur, Sunday Rose, 14 ára og Faith Margaret, 12 ára. Kidman á einnig tvö uppkomin börn frá fyrra hjónabandi sínu við leikarann Tom Cruise.

View this post on Instagram

A post shared by Keith Urban (@keithurban)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar