Sveitasöngvarinn Keith Urban sér ekki sólina fyrir eiginkonu sinni. Ástralska leikkonan Nicole Kidman fagnaði 56 ára afmæli á þriðjudag og óskaði Urban frúnni til hamingju með daginn í einlægri kveðju á Instagram.
„Glæsilega, kynþokkafulla, ævintýragjarna, forvitna, náttúruelskandi, ugluleitandi, listakona og eiginkona: Til hamingju með afmælið, elskan mín!“ skrifaði Urban við mynd sem sýnir Kidman dást að uglu.
Kidman og Urban giftu sig í júní árið 2006 og fagna því 17 ára brúðkaupsafmæli sínu um þessar mundir. Hjónin eiga tvær dætur, Sunday Rose, 14 ára og Faith Margaret, 12 ára. Kidman á einnig tvö uppkomin börn frá fyrra hjónabandi sínu við leikarann Tom Cruise.