Heimsþekktir ljósmyndarar sýna á Hafnartorgi

Benjamin Hardman og Chris Bukard.
Benjamin Hardman og Chris Bukard. Samsett mynd

Tvær ljósmyndasýningar þar sem íslensk náttúra er í forgrunni voru opnaðar á Hafnartorgi í dag, en í tilefni af björtustu dögum ársins er slegið til Jónsmessugleði þar dagana 21-24 júní.

Ljósmyndarinn og kvikmyndatökumaðurinn Benjamin Hardman sýnir á Hafnartorgi í fyrsta sinn, en Benjamin er heimsþekktur ljósmyndari sem hefur til dæmis unnið fyrir BBC og Netflix. Benjamin hefur undanfarin ár einbeitt sér aðmyndatökum á heimskautasvæðinu og hefur tekið þátt í fleiri en 30 verkefnum á svæðinu.

Bandaríski ljósmyndarinn Chris Burkard opnar einnig sýningu í dag en hann hefur hlotið verðlaun um allan heim, til dæmis á Tribeca kvikmyndahátíðinni. Chris hefur birt myndir í stórblöðum á borð við The New Yorker og National Geographic og er þekktur fyrir myndir af köldum stöðum.

Verk ljósmyndaranna verða til sölu í spánýju galleríi á Hafnartorgi, KOFI Gallerí. 66° Norður og Brauð & co standa að opnun gallerísins í samstarfi við ljósmyndarana tvo. Galleríið er hugsað sem ljósmyndagallerí, kaffihús og verslun allt í senn. Bæði Benjamín og Chris eru afar vinsælir á Instagram, en Benjamín er með um 725 þúsund fylgjendur og Chris um fjórar milljónir fylgjenda.

Auk ljósmyndasýninganna verður boðið uppá fjölbreytta dagskrá á Jónsmessugleðinni og má þar nefna hina ýmsu viðburði, kynningar og sýningar svo að fá dæmi séu nefnd. Veitingastaðir á Hafnartogi Gallery verða með allskonar áhugavert á borðstólnum og verslanir á svæðinu bjóða upp á skemmtilega dagskrá en tveir nýir veitingastaðir hafa opnað á svæðinu síðastliðna mánuði og rýmið allt stækkað til muna. Íslenski plötusnúðurinn DJ Maggi Lego þeytir skífum fram á kvöld á meðan að hátíðinni stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar