Heimsþekktir ljósmyndarar sýna á Hafnartorgi

Benjamin Hardman og Chris Bukard.
Benjamin Hardman og Chris Bukard. Samsett mynd

Tvær ljósmyndasýningar þar sem íslensk náttúra er í forgrunni voru opnaðar á Hafnartorgi í dag, en í tilefni af björtustu dögum ársins er slegið til Jónsmessugleði þar dagana 21-24 júní.

Ljósmyndarinn og kvikmyndatökumaðurinn Benjamin Hardman sýnir á Hafnartorgi í fyrsta sinn, en Benjamin er heimsþekktur ljósmyndari sem hefur til dæmis unnið fyrir BBC og Netflix. Benjamin hefur undanfarin ár einbeitt sér aðmyndatökum á heimskautasvæðinu og hefur tekið þátt í fleiri en 30 verkefnum á svæðinu.

Bandaríski ljósmyndarinn Chris Burkard opnar einnig sýningu í dag en hann hefur hlotið verðlaun um allan heim, til dæmis á Tribeca kvikmyndahátíðinni. Chris hefur birt myndir í stórblöðum á borð við The New Yorker og National Geographic og er þekktur fyrir myndir af köldum stöðum.

Verk ljósmyndaranna verða til sölu í spánýju galleríi á Hafnartorgi, KOFI Gallerí. 66° Norður og Brauð & co standa að opnun gallerísins í samstarfi við ljósmyndarana tvo. Galleríið er hugsað sem ljósmyndagallerí, kaffihús og verslun allt í senn. Bæði Benjamín og Chris eru afar vinsælir á Instagram, en Benjamín er með um 725 þúsund fylgjendur og Chris um fjórar milljónir fylgjenda.

Auk ljósmyndasýninganna verður boðið uppá fjölbreytta dagskrá á Jónsmessugleðinni og má þar nefna hina ýmsu viðburði, kynningar og sýningar svo að fá dæmi séu nefnd. Veitingastaðir á Hafnartogi Gallery verða með allskonar áhugavert á borðstólnum og verslanir á svæðinu bjóða upp á skemmtilega dagskrá en tveir nýir veitingastaðir hafa opnað á svæðinu síðastliðna mánuði og rýmið allt stækkað til muna. Íslenski plötusnúðurinn DJ Maggi Lego þeytir skífum fram á kvöld á meðan að hátíðinni stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir