Söngkonan Ava Max var slegin í andlitið á tónleikum sínum í Los Angeles. Einn tónleikagestanna komst upp á sviðið og sló hana í andlitið á meðan hún flutti lag sitt The Motto.
Myndband sem náðist af atvikinu er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum og má þar sjá karlmann slá Max í framan. Max hélt þó ótrauð áfram og kláraði flutninginn á laginu. Eftir tónleikana sagði hún frá því á Twitter-reikningi sínum að maðurinn hefði slegið hana svo fast að hún fékk rispu á augað.
Einn tónleikagestanna segist á Twitter-reikningi sínum hafa séð öryggisvörð hlaupa að manninum og henda honum niður stiga af sviðinu. Samkvæmt heimildum TMZ var árásarmaðurinn ekki handtekinn.
He slapped me so hard that he scratched the inside of my eye. He’s never coming to a show again 😡😡thank you to the fans for being spectacular tonight in LA though!!❤️
— AVA MAX (@AvaMax) June 21, 2023
Fan jumps on stage and scratches @AvaMax tonight during ‘The Motto’ pic.twitter.com/r3ZLR2cEkx
— matt (@intomattyou) June 21, 2023
Max er ekki eina söngkonan sem hefur orðið fyrir ofbeldi á tónleikum sínum nýlega. Fyrr í vikunni voru sagðar fréttir af því að söngkonan Bebe Rexha hefði fengið síma í andlitið á miðjum tónleikum sínum.