Slegin í andlitið uppi á sviði

Ava Max endaði með rispu á auganu eftir tónleika sína …
Ava Max endaði með rispu á auganu eftir tónleika sína í Los Angeles. Samsett mynd

Söngkonan Ava Max var slegin í andlitið á tónleikum sínum í Los Angeles. Einn tónleikagestanna komst upp á sviðið og sló hana í andlitið á meðan hún flutti lag sitt The Motto. 

Myndband sem náðist af atvikinu er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum og má þar sjá karlmann slá Max í framan. Max hélt þó ótrauð áfram og kláraði flutninginn á laginu. Eftir tónleikana sagði hún frá því á Twitter-reikningi sínum að maðurinn hefði slegið hana svo fast að hún fékk rispu á augað.

Einn tónleikagestanna segist á Twitter-reikningi sínum hafa séð öryggisvörð hlaupa að manninum og henda honum niður stiga af sviðinu. Samkvæmt heimildum TMZ var árásarmaðurinn ekki handtekinn.

Max er ekki eina söngkonan sem hefur orðið fyrir ofbeldi á tónleikum sínum nýlega. Fyrr í vikunni voru sagðar fréttir af því að söngkonan Bebe Rexha hefði fengið síma í andlitið á miðjum tónleikum sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar