Sonur Tinu Turner handtekinn

Sonur stórstjörnunnar Tinu Turner var handtekinn hinn 6. maí síðastliðinn …
Sonur stórstjörnunnar Tinu Turner var handtekinn hinn 6. maí síðastliðinn í Texas-ríki. AFP

Ike Turner Jr., sonur hinnar goðsagnakenndu söngkonu Tinu Turner, var handtekinn fyrir vörslu fíkniefna nokkrum vikum fyrir andlát móður sinnar, sem lést hinn 24. maí síðastliðinn 83 ára að aldri. 

Turner var stöðvaður af lögreglunni snemma morguns laugardaginn 6. maí í Texas-ríki í Bandaríkjunum fyrir að keyra um á bíl sem var eineygður. Þegar lögreglan kom að bílnum reyndi hann að innbyrða fíkniefnin sem hann hafði í fórum sínum, að því er fram kemur á vef People.

Lögreglan lagði hald á tæplega tvö grömm af krakk-kókaíni og tæpt gramm af metamfetamíni. Ike hefur því verið ákærður fyrir vörslu fíkniefna og fyrir að hafa átt við sönnunargögn í málinu.

Vegna þessa sat Turner á bak við lás og slá þegar móðir hans féll frá, en heimildir Page Six herma að fjölskylda söngkonunnar sé enn í áfalli vegna fráfalls hennar þar sem margir hefðu ekki vitað að hún væri alvarlega veik. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar