Stefani fann æskubrunninn

Hún er að eldast aftur á bak.
Hún er að eldast aftur á bak. Samsett mynd

Það er enginn vafi á því að söngkonan Gwen Stefani hafi fundið æskubrunninn. Stefani, sem er 53 ára gömul, lítur stórkostlega út í myndskeiði sem að birtist á Instagram á þriðjudag. Í því gefur hún fylgjendum sínum forsmekkinn af nýjustu smáskífu sinni, True Babe.

Myndskeiðið sýnir söngkonuna spranga um í Barbie–bleikum samfesting og með ljósa hárið greitt upp í hátt slétt tagl. 

Aðdáendur Stefani voru margir hverjir agndofa yfir unglegu útliti hennar og fékk það mun meiri athygli en lagabúturinn sem myndskeiðið snérist um. „Hún lítur enn út fyrir að vera þrítugs,“ skrifaði einn fylgjandi stjörnunnar.“ „53 ára, þú lítur ekki út fyrir að vera nálægt því,“ skrifaði annar. 

Stefani er hamingjusamlega gift sveitasöngvaranum Blake Shelton, en þau kynntust þegar þau voru bæði þjálfarar í The Voice. Söngkonan á þrjú börn úr fyrra hjónabandi sínu með söngvaranum Gavin Rossdale. 

View this post on Instagram

A post shared by Gwen Stefani (@gwenstefani)

View this post on Instagram

A post shared by Gwen Stefani (@gwenstefani)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar