Dóttir Heidi Klum, Leni Klum, birti sjóðheita sjálfu á samfélagsmiðlum nýverið. Á myndinni sést hin 19 ára gamla fyrirsæta stilla sér upp í hvítu nærfatasetti frá ítalska undirfatamerkinu Intimissimi, en hún og móðir hennar fara með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingaherferð fyrir vörumerkið.
Í maí birti Leni auglýsingamynd af þeim mæðgum sem sýnir þær í nærfatasettum frá Intimissimi, en hún virðist klæðast sama hvíta settinu og úr auglýsingunni á Instagram.
Unga fyrirsætan hefur haft nóg að gera að undanförnu, en hún birtist á forsíðu Vogue í Þýskalandi fyrir tveimur árum og hefur einnig unnið fyrir tískuhúsin Versace, Dior og Dolce & Gabbana.
Leni er dóttir Heidi Klum og hins 73 ára gamla milljarðamærings, Flavio Briatore, en fyrrverandi stjúpfaðir hennar, tónlistarmaðurinn Seal, ættleiddi hana árið 2009 þegar hún var fimm ára gömul.