Sýndi nærfötin á netinu

Leni Klum er ófeimin á samfélagsmiðlum.
Leni Klum er ófeimin á samfélagsmiðlum. Samsett mynd

Dóttir Heidi Klum, Leni Klum, birti sjóðheita sjálfu á samfélagsmiðlum nýverið. Á myndinni sést hin 19 ára gamla fyrirsæta stilla sér upp í hvítu nærfatasetti frá ítalska undirfatamerkinu Intimissimi, en hún og móðir hennar fara með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingaherferð fyrir vörumerkið. 

Í maí birti Leni auglýsingamynd af þeim mæðgum sem sýnir þær í nærfatasettum frá Intimissimi, en hún virðist klæðast sama hvíta settinu og úr auglýsingunni á Instagram. 

Unga fyrirsætan hefur haft nóg að gera að undanförnu, en hún birtist á forsíðu Vogue í Þýskalandi fyrir tveimur árum og hefur einnig unnið fyrir tískuhúsin Versace, Dior og Dolce & Gabbana. 

Leni er dóttir Heidi Klum og hins 73 ára gamla milljarðamærings, Flavio Briatore, en fyrrverandi stjúpfaðir hennar, tónlistarmaðurinn Seal, ættleiddi hana árið 2009 þegar hún var fimm ára gömul. 

View this post on Instagram

A post shared by Leni Olumi Klum (@leniklum)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar