Fékk sér aðeins of mikið í tána

Bandaríski leikarinn Tom Cruise gekk rauða dregilinn í Lundúnum á …
Bandaríski leikarinn Tom Cruise gekk rauða dregilinn í Lundúnum á fimmtudagskvöldið þegar sjöunda Mission Impossible myndin var frumsýnd í borginni. mbl.is/AFP

Bandaríski leikarinn Tom Cruise er á fleygiferð um heiminn að kynna nýjustu mynd sína um leyniþjónustumanninn Ethan Hunt, Mission: Impossible – Dead Reckoning Part One.

Cruise gekk rauða dregilinn á fimmtudagskvöldið í Lundúnum í tilefni frumsýningarinnar, en sást á heimleið úr eftirpartíinu klukkan þrjú um nóttina, þegar hann yfirgaf hið víðfræga Chiltern Firehouse-hótel. 

Leikarinn, sem fagnar 61 árs afmæli sínu eftir örfáa daga, virðist uppgefinn á myndum sem birtust á DailyMail eftir samkvæmið og spurning hvort aldurinn sé eitthvað farinn að segja til sín. 

Mission Impossible VII var heimsfrumsýnd í Róm fyrr í vikunni og hefur myndin nú þegar hlotið lof gagnrýnenda og eru flestir á því að sjöunda myndin um Ethan Hunt sé mynd sumarsins.

Meðal annarra leikara í myndinni eru Hayley Atwell, Rebecca Ferguson, Vanessa Kirby og Pom Klementieff.  

View this post on Instagram

A post shared by Tom Cruise (@tomcruise)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka