Fékk sér aðeins of mikið í tána

Bandaríski leikarinn Tom Cruise gekk rauða dregilinn í Lundúnum á …
Bandaríski leikarinn Tom Cruise gekk rauða dregilinn í Lundúnum á fimmtudagskvöldið þegar sjöunda Mission Impossible myndin var frumsýnd í borginni. mbl.is/AFP

Bandaríski leikarinn Tom Cruise er á fleygiferð um heiminn að kynna nýjustu mynd sína um leyniþjónustumanninn Ethan Hunt, Mission: Impossible – Dead Reckoning Part One.

Cruise gekk rauða dregilinn á fimmtudagskvöldið í Lundúnum í tilefni frumsýningarinnar, en sást á heimleið úr eftirpartíinu klukkan þrjú um nóttina, þegar hann yfirgaf hið víðfræga Chiltern Firehouse-hótel. 

Leikarinn, sem fagnar 61 árs afmæli sínu eftir örfáa daga, virðist uppgefinn á myndum sem birtust á DailyMail eftir samkvæmið og spurning hvort aldurinn sé eitthvað farinn að segja til sín. 

Mission Impossible VII var heimsfrumsýnd í Róm fyrr í vikunni og hefur myndin nú þegar hlotið lof gagnrýnenda og eru flestir á því að sjöunda myndin um Ethan Hunt sé mynd sumarsins.

Meðal annarra leikara í myndinni eru Hayley Atwell, Rebecca Ferguson, Vanessa Kirby og Pom Klementieff.  

View this post on Instagram

A post shared by Tom Cruise (@tomcruise)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup