Það styttist óðum í Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og spenningurinn því orðinn mikill. Nú hefur Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, bæst í hóp frábærra listamanna sem munu halda uppi stuðinu í Herjólfsdal þetta árið.
Patrik hefur slegið rækilega í gegn á árinu, en fyrstu smellur hans Prettyboitjokko er eitt mest spilaða lag ársins. Hann hefur einnig gefið út sumarsmellina HITII á klúbbnum, ALLAR STELPURNAR, Gugguvaktin og Búinn að gleyma þér.
Það er því óhætt að segja að stemningin í dalnum í ár verði góð, en auk Prettyboitjokko tilkynnti Þjóðhátíðarnefnd enn fleiri listamenn sem bætast í hópinn, þar á meðal Herra Hnetusmjör, Daniil og Jóa Pé & Króla. Þá mun hin goðsagnakennda sveitaballa-hljómsveit Vinir, Vors og Blóma mæta aftur til Vestmannaeyja eftir langt hlé.