Sandler ástfanginn í 20 ár

Bandaríski leikarinn Adam Sandler birti fallega færslu á Instagram í …
Bandaríski leikarinn Adam Sandler birti fallega færslu á Instagram í tilefni postulínsbrúðkaupsins. Samsett mynd

Leikarinn Adam Sandler og eiginkona hans, Jackie Sandler, fögnuðu 20 ára brúðkaupsafmæli sínu í gær, en hjónin kynntust við gerð kvikmyndarinnar Big Daddy árið 1999. Sandler birti einlæga færslu á Instagram í tilefni af postulínsbrúðkaupi hjónanna. 

„Elsku Jackie, til hamingju með 20 árin! Já–ið þitt var besta gjöf lífs míns. Hjarta mitt hefur tilheyrt þér frá því ég sá þig fyrst. Ég elska þig meira með hverjum deginum,“ skrifaði Sandler við mynd af parinu sem sýnir þau á brúðkaupsdaginn. 

Hjónin eiga saman tvær dætur, Sadie, 16 ára og Sunny, 14 ára. 

View this post on Instagram

A post shared by Adam Sandler (@adamsandler)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar