Sjö tónleikagestir á spítala eftir risahaglél

Söngvarinn Louis Tomlinson var miður sín yfir atvikinu.
Söngvarinn Louis Tomlinson var miður sín yfir atvikinu. JC OLIVERA

Aflýsa þurfti tónleikum One Direction-stjörnunnar Louis Tomlinson í Red Rocks-hringleikahúsinu í Colorado á síðustu stundu vegna risahagléls. Fjölmargir tónleikagestir slösuðust í óveðrinu og margir bílar urðu fyrir töluverðum skemmdum. 

Mikið óveður skall á um klukkan hálftíu síðastliðið miðvikudagskvöld, þar sem tónleikagestir biðu spenntir eftir að Tomlinson stigi á svið í hringleikahúsinu.

Fram kemur á vef CBS Colorado að gestir hafi verið fljótir að leita sér skjóls, en þrátt fyrir það voru sjö fluttir á sjúkrahús og um það bil 90 aðrir sem tilkynntu meiðsli og þurftu meðhöndlun í sjúkratjöldum vegna skurða, marbletta og beinbrota. Þá urðu bílar margra áhorfenda einnig fyrir miklum skemmdum í óveðrinu. 

Tomlinson tjáði sig um atvikið á Twitter í gær þar sem hann sendi góða strauma til aðdáenda sinna og þakkaði starfsfólki sínu og viðbragðsaðilum fyrir hjálpina. 

„Ég sendi alla ást mína til allra sem urðu fyrir áhrifum af ofsaveðri á Red Rocks í gærkvöldi. Ég vona að allir hafi komist heilir heim og að allir slasaðir séu á batavegi, það var hrikalegt að sjá svona mörg ykkar verða fyrir áhrifum,“ skrifaði söngvarinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar