Snorri aftur í hlaðvarpsbransann

Bræðurnir Bergþór og Snorri Mássynir taka aftur upp þráðinn í …
Bræðurnir Bergþór og Snorri Mássynir taka aftur upp þráðinn í hlaðvarpsþáttunum. mbl.is/Ásdís

Bræðurnir Bergþór og Snorri Másson hafa hafið útgáfu hlaðvarpsins Skoðanabræðra á nýjan leik, en hlaðvarpið hefur um árabil verið á meðal vinsælli hlaðvarpa landsins.

Þeir gáfu út fyrsta þáttinn í nýrri seríu í gær eftir nokkurra mánaða hlé.

Snorri hefur ekki tekið beinan þátt í útgáfunni frá árinu 2021, þegar hann steig til hliðar til að einbeita sér að störfum á fréttastofu Stöðvar 2. Hann hefur nú látið af störfum þar. Í hans fjarveru var Jóhann Kristófer Stefánsson rappari meðstjórnandi þáttarins.

Að því er fram kemur í ávarpi í upphafi nýja þáttarins á hlaðvarpsveitum verða þættirnir flestir aðeins fyrir áskrifendur Skoðanabræðra á Patreon, eins og verið hefur.

„Þættirnir verða í boði þar gegn mjög vægu gjaldi og það er þannig sem við keyrum þetta áfram. Við ætlum að hafa viðtöl, við ætlum að hafa aukaþætti og ýmislegt gott. Og sérstaka þemaþætti,“ segir Snorri í ávarpinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar