Kettirnir sem standa vörð um dvalar­heimilin

Á dvalar- og hjúkrunarheimilum sem og öðrum búsetuúrræðum víða um land má finna mjálmandi og syngjandi íbúa í bland við mannfólkið. Dýrin eru jafn miklir íbúar á heimilinu og hver annar innan veggja þeirra og veita þau mannfólkinu hlýju, stuðning og nánd.

Mbl.is fór á rúntinn og heimsótti fjóra ketti og nokkra fugla sem öll eiga það sameiginlegt að búa á dvalar- og hjúkrunarheimilum í sátt og samlyndi við mannfólkið á svæðinu. Við kíktum á Hnoðra og Tomma sem búa á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði, Valdimar á Hrafnistu í Boðaþingi og Prinsessu og fuglana sem búa á Skjóli.

Myndband frá heimsóknunum má sjá hér að ofan.

Kettirnir njóta sín vel í kringum góða fólkið á heimilunum.
Kettirnir njóta sín vel í kringum góða fólkið á heimilunum. mbl.is/Kristófer Liljar

Tíu ára valin fyrir gott geðslag og manngæsku

Hér má sjá Pöndu (Pandóru).
Hér má sjá Pöndu (Pandóru). Ljósmynd/Aðsend

Fleiri gæludýr en þessi fyrrnefndu er þó að finna víða um land en dæmi um það er kötturinn Pandóra, sem alla jafna er kölluð Panda. Panda er um tólf ára gömul og býr hún í íbúðakjarna fyrir fólk með fatlanir á Þorlákshöfn.

Panda var valin sérstaklega af Kattholti til þess að flytja til Þorlákshafnar í íbúðakjarnann fyrir um tveimur árum síðan vegna þess hve gott geðslag hún hefur og hve mannelsk hún er.

„Hún er starfsmaður, vinnur fyrir mat og mjólk,“ segir Kolbrún Una Jóhannsdóttir, forstöðumaður íbúðakjarnans, hlæjandi í samtali við mbl.is.

Vinur fólksins á Húsavík

Þá má einnig nefna köttinn Vin sem fer í heimsóknir á heilabilunardeild sjúkrahússins á Húsavík. Eigandi Vinar sagði í samtali við mbl.is að starfsfólk á deildinni hefði gantast með það að hann ætti að koma í dagvistun sökum aldurs.

Þekkir þú til dýra sem gegna áhugaverðum hlutverkum eða verkefnum? Sendu tölvupóst á ellen@mbl.is.

Hér sést Vinur kúra í fangi á sjúkrahúsinu.
Hér sést Vinur kúra í fangi á sjúkrahúsinu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka