Skoski tónlistarmaðurinn Lewis Capaldi verður með tónleika í Laugardalshöll hinn 11. ágúst næstkomandi. Til þess að hita upp fyrir þennan margverðlaunaða og vinsæla tónlistarmann hefur íslenska stórsöngkonan Bríet verið valin.
Bríet hefur verið ein vinsælasta söngkona landsins frá því hún gaf út sitt fyrsta lag, In Too Deep, árið 2018.
Platan Kveðja, Bríet kom út árið 2020 og náðu níu lög inn á topp tíu lista Spotify á Íslandi. Lagið Rólegur kúreki sat í fyrsta sæti listans í margar vikur.