Don Draper sagði já!

Leikarinn Jon Hamm er giftur maður.
Leikarinn Jon Hamm er giftur maður. AFP

Bandaríski leikarinn Jon Hamm og unnusta hans, fyrirsætan og leikkonan, Anna Osceola, gengu í það heilaga í Big Sur í Kaliforníu á laugardag. Hamm sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn sem kvennamaðurinn Don Draper í sjónvarpsþáttunum Mad Men, kynntist Osceola við gerð lokaþáttarins. 

Hamm og Osceola giftu sig við stjörnuprýdda athöfn við sólsetur í Anderson Canyon, en það er staðurinn þar sem lokaþáttur Mad Men var tekinn upp árið 2015 og því þýðingarmikill fyrir nýbökuðu hjónin.

Samkvæmt myndum sem birtust á vefmiðli Page Six þá fór brúðkaupið fram utandyra í blíðskaparveðri. 

Margir Hollywood–vinir parsins voru mættir til þess að fagna þessum fallega degi með þeim og þar á meðal góðvinur Hamm úr Mad Men, John Slattery. Á meðal gesta voru einnig Paul Rudd, Larry David, Tina Fey, Brooke Shields og hinn nýgifti Billy Crudup. 

Þetta er fyrsta hjónaband beggja, en Hamm var í langtímasambandi með leikkonunni og handritshöfundinum, Jennifer Westfeldt.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka