Heiðraði Tinu Turner og steingleymdi textanum

Patti LaBelle heiðraði minningu vinkonu sinnar, Tinu Turner á sunnudagskvöldið.
Patti LaBelle heiðraði minningu vinkonu sinnar, Tinu Turner á sunnudagskvöldið. Samsett mynd

Söngdívan Patti LaBelle var fengin til þess að heiðra minningu vinkonu sinnar, rokkgyðjunnar Tinu Turner á BET–verðlaunahátíðinni sem haldin var á sunnudagskvöldið í Los Angeles. Þrátt fyrir margra áratuga reynslu á sviðinu lenti LaBelle í smá vandræðum og stoppaði í miðjum flutningi. 

LaBelle var að flytja einn stærsta slagara Turner, The Best, þegar hún steingleymdi textanum og viðurkenndi fyrir áhorfendum að hún ætti í erfiðleikum með að sjá og lesa á textaskjáinn. „Ég sé ekki orðin, ég veit ekki alveg...,“ sagði söngkonan sem hálfsöng og hálftalaði á ákveðnum tímapunkti í flutningnum.

Söngkonan sem er 79 ára gömul var þó ekki lengi að ná sér á strik og hafði fólk flest bara ánægju af þessu litla óhappi enda leysti hún það af miklu öryggi. „Ég elska Tinu Turner og gerði mitt allra besta fyrir hana enda var hún sú allra besta,“ sagði LaBelle við Entertainment Tonight.

Turner lést hinn 24. maí síðastliðinn af náttúrulegum orsökum, en hún var 83 ára gömul. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka