Sarah Ferguson, hertogaynja af York, er að jafna sig eftir að hafa undirgengist skurðaðgerð við brjóstakrabbameini sem hún greindist með nýlega.
Ferguson gekkst undir aðgerðina á King Edward VII sjúkrahúsinu, en það er einkarekið sjúkrahús í Lundúnum þar sem Elísabet II. Bretadrottning heitin og aðrir meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar hafa sótt sér þjónustu lækna.
Samkvæmt talsmanni Ferguson, hélt hún heim til sín um helgina eftir að hafa hlotið „bestu mögulegu læknisaðstoð“ og er nú að jafna sig í faðmi fjölskyldu sinnar.
Talsmaður Ferguson lýsti yfir „gríðarlegu þakklæti til allra heilbrigðisstarfsmanna sem stuttu við hertogaynjuna“ og bætti sömuleiðis við að hún hefði verið einkennalaus fyrir hina reglubundnu skimun þar sem meinið var fyrst greint.
Hertogaynjan, betur þekkt undir gælunafninu Fergie, var meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar, en hún var gift Andrési Bretaprins á árunum 1986 til 1996.
Búist er við að Ferguson fjalli um krabbameinsgreininguna í hlaðvarpsþætti sínum, Tea Talk.