Lögreglan í San Bernardino í Kaliforníu hefur greint frá því að líkamsleifar hafa fundist á fjallasvæðinu þar sem breski leikarinn Julian Sands hvarf fyrir meira en fimm mánuðum síðan. Leikarinn hélt í fjallgöngu í San Gabriel–fjöllunum í janúar.
Göngumenn voru í sambandi við yfirvöld á laugardagsmorgun eftir að hafa gengið fram á líkamsleifar á Mount Baldy svæðinu, en mikil leit hefur verið í og við svæðið allt frá því að Sands hvarf hinn 13. janúar síðastliðinn. Leitinni að hinum 65 ára gamla leikara var formlega hætt 17. júní.
Líkamsleifarnar hafa nú verið fluttar á sjúkrahús til kennslaburðar, en gert er ráð fyrir að það taki viku að greina.
Sands var þekktur fyrir leik sinn í Óskarsverðlaunamyndinni A Room With A View.