Valdi kvöldverð með fjölskyldunni fram yfir Elton John

Dua Lipa var fjarri góðu gamni þegar Elton John kom …
Dua Lipa var fjarri góðu gamni þegar Elton John kom fram á sínum síðustu tónleikum í Bretlandi. Samsett mynd

Söngkonan Dua Lipa var hvergi sjáanlega á Glastonbury-hátíðinni síðastliðna helgi og missti því af tækifærinu að koma fram með Elton John, sem kom þar fram á sínum síðustu tónleikum í Bretlandi.

Lipa mætti ekki á svið til að syngja slagarann Cold Heart, sem þau Elton gáfu út árið 2021. Daily Mail greinir frá því að þess í stað hafi hún snætt kvöldferð í New York með fjölskyldunni, ef marka má Instagram-reikning hennar.

Mörg lýstu yfir undrun sinni á samfélagsmiðlum vegna fjarveru Lipa og spurðu einhverjir sig hvað í ósköpunum Lipa hefði valið fram yfir að koma fram með goðsögninni Elton John á einni stærstu tónlistarhátíð Bretlands, sérstaklega í ljósi þess að þetta voru kveðjutónleikar Eltons á breskri grundu.

Elton dó þó ekki ráðalaus og tók á það ráð að biðja áhorfendur um að syngja með sér hennar hluta af laginu. Þótt þetta hafi verið síðustu tónleikar hans í Bretlandi, á hann enn eftir að koma fram á nokkrum tónleikum í Evrópu. Þar á meðal í París, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Það fer því hver að verða síðastur til að sjá goðsögnina Elton John á sviði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka