Söngkonan Dua Lipa var hvergi sjáanlega á Glastonbury-hátíðinni síðastliðna helgi og missti því af tækifærinu að koma fram með Elton John, sem kom þar fram á sínum síðustu tónleikum í Bretlandi.
Lipa mætti ekki á svið til að syngja slagarann Cold Heart, sem þau Elton gáfu út árið 2021. Daily Mail greinir frá því að þess í stað hafi hún snætt kvöldferð í New York með fjölskyldunni, ef marka má Instagram-reikning hennar.
Mörg lýstu yfir undrun sinni á samfélagsmiðlum vegna fjarveru Lipa og spurðu einhverjir sig hvað í ósköpunum Lipa hefði valið fram yfir að koma fram með goðsögninni Elton John á einni stærstu tónlistarhátíð Bretlands, sérstaklega í ljósi þess að þetta voru kveðjutónleikar Eltons á breskri grundu.
I’m dying to know what Dua Lipa chose to do rather than perform with Elton John on his final UK performance #Glastonbury
— Scott Marshall (@MarshallScott97) June 25, 2023
Sorry Dua Lipa but where on earth is more important to be right now than the headlining performance of Glastonbury with Elton John? To quote Shrek, “well someone better be dying”
— Gray (@jcmcr__) June 25, 2023
Elton dó þó ekki ráðalaus og tók á það ráð að biðja áhorfendur um að syngja með sér hennar hluta af laginu. Þótt þetta hafi verið síðustu tónleikar hans í Bretlandi, á hann enn eftir að koma fram á nokkrum tónleikum í Evrópu. Þar á meðal í París, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Það fer því hver að verða síðastur til að sjá goðsögnina Elton John á sviði.