Rapparinn Offset, eiginmaður Cardi B, ásakaði eiginkonu sína og barnsmóður um að hafa haldið framhjá honum í færslu á Instagram. Söngkonan var fljót að svara og gerði það einnig á samfélagsmiðlum.
„Fyrst vil ég segja, þú getur ekki leyft þér að ásaka mig um eitthvað sem þú veist vel að þú ert sekur um,“ söng Cardi B í hljóðupptöku sem hún deildi með fylgjendum sínum á Twitter.
Hinn 31 árs gamli Offset var fljótur að eyða Instagram–færslunni, en samkvæmt þessum samskiptum virðast hjónin eiga við sambandsörðugleika að stríða.
Cardi B og Offset létu pússa sig saman í september árið 2017, en parið hefur nokkrum sinnum verið á barmi skilnaðar. Hjónin eiga tvö börn, dótturina Kulture, fimm ára og soninn Wave, tæplega tveggja ára.
— Cardi B (@iamcardib) June 26, 2023