Bandaríska dóttirin mætti í fjaðrakjól

Prins Albert II af Mónakó.
Prins Albert II af Mónakó. AFP

Jazm­in Grace Grimaldi er dugleg að heimsækja Albert fursta, föður sinn, til Mónakó og sást til hennar í bláum fjaðurkjól á opnunarhátíð í Monte Carlo. 

Grimaldi sagðist vera spennt fyrir að fá að taka þátt í fyrstu hátíðinni sinni þarna í Mónakó. Hún væri komin bæði til þess að heiðra fjölskyldu sína og koma sér á framfæri sem leikkonu.

Grimaldi fædd­ist árið 1992 og er fyrsta barn Al­berts fursta af Mónakó. Hún var get­in utan hjóna­bands og er því ekki lög­leg­ur erf­ingi krún­unn­ar. Hálf­bróðir henn­ar, Jacqu­es, er erf­ing­inn. 

Móðir hennar er Tam­ara Rotolo, sem er banda­rísk og var gengil­beina þegar hún kynnt­ist furst­an­um á ferðalagi um frönsku ri­víer­una. Sam­band þeirra var skamm­líft og ákvað hún að ala upp barn þeirra í Banda­ríkj­un­um. Albert hitti fyrst dóttur sína þegar hún var ellefu ára og kom að heimsækja hann til Mónakó.

Dóttir Alberts, Jazmin Grace Grimaldi, mætti hress á opnunarhátíð Monte-Carlo …
Dóttir Alberts, Jazmin Grace Grimaldi, mætti hress á opnunarhátíð Monte-Carlo Television Festival í Mónakó. AFP
Jazmin Grace Grimaldi og kærasti hennar Ian Mellencamp.
Jazmin Grace Grimaldi og kærasti hennar Ian Mellencamp. AFP
Það virðist vera gott samaband á milli feðginanna Alberts prins …
Það virðist vera gott samaband á milli feðginanna Alberts prins og Jazmin Grimaldi. Hér eru þau að skemmta sér saman fyrir örfáum árum síðan. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka