Jazmin Grace Grimaldi er dugleg að heimsækja Albert fursta, föður sinn, til Mónakó og sást til hennar í bláum fjaðurkjól á opnunarhátíð í Monte Carlo.
Grimaldi sagðist vera spennt fyrir að fá að taka þátt í fyrstu hátíðinni sinni þarna í Mónakó. Hún væri komin bæði til þess að heiðra fjölskyldu sína og koma sér á framfæri sem leikkonu.
Grimaldi fæddist árið 1992 og er fyrsta barn Alberts fursta af Mónakó. Hún var getin utan hjónabands og er því ekki löglegur erfingi krúnunnar. Hálfbróðir hennar, Jacques, er erfinginn.
Móðir hennar er Tamara Rotolo, sem er bandarísk og var gengilbeina þegar hún kynntist furstanum á ferðalagi um frönsku rivíeruna. Samband þeirra var skammlíft og ákvað hún að ala upp barn þeirra í Bandaríkjunum. Albert hitti fyrst dóttur sína þegar hún var ellefu ára og kom að heimsækja hann til Mónakó.