Hætti að fylgja nokkrum af heitustu Hollywood-stjörnunum

Selena Gomez
Selena Gomez Skjáskot/Instagram

Leik– og söngkonan Selena Gomez hætti að fylgja nokkrum af heitustu stjörnum Hollywood yfir helgina og er ástæðan óþekkt. 

Gomez, sem er þekkt fyrir leik sinn í þáttaseríunni Only Murders in the Building, er með 424 milljónir fylgjenda á Instagram og fjórða vinsælasta manneskjan á samfélagsmiðlinum, fjarlægði systurnar Gigi og Bellu Hadid, söngkonuna Dua Lipa og fyrrverandi One Direction–söngvarann Zayn Malik sem hún var orðuð við fyrr á þessu ári. 

Malik deilir tveggja ára dóttur með fyrrverandi kærustu sinni, Gigi Hadid og getur það verið ein ástæða þess að hún hafi hætt að fylgja Hadid–systrunum og Malik. 

Leikkonan er þekkt fyrir að eiga í erjum á samfélagsmiðlum, en fyrrverandi besta vinkona leikkonunnar, Francia Raisa, gaf Gomez annað nýrað sitt árið 2017, en upp úr því urðu hávaðasamar deilur á netinu.

Gomez sem glímir við sjúkdóm í stoðvef, hélt áfram að drekka áfengi eftir aðgerðina sem fór verulega fyrir brjóstið á Raisa og minntist sömuleiðis ekki á fyrrverandi vinkonu sína og lífsgjöfina í heimildarmyndinni My Mind and Me

Gomez sást yfirgefa veitingastaðinn Nobu í Malibu yfir helgina og samkvæmt myndum sem birtust á Page Six virtist leikkonan heldur áhyggjufull á svipinn og fóru umræður í gang á samfélagsmiðlum um andlegt ástand leikkonunnar, en hún þjáist af geðhvarfasýki, kvíða og þunglyndi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka