Fyrrverandi eiginmaður bresku glamúrfyrirsætunnar Katie Price, Kieran Hayler, hélt framhjá henni oftar en einu sinni á meðan hjónaband þeirra stóð yfir. Gekk hann meira að segja svo langt að kyssa mömmu hennar og sendi henni svo skilaboð daginn eftir þar sem hann sagði að kossinn hafi verið indæll.
Móðir Price, Amy Price, segir frá þessu í bók sem hún gaf nýlega út og breska blaðið Sun greinir frá. Fjallar hún þar einnig um önnur sambönd dóttur sinnar. Minnist hún sérstaklega á samband Katie Price við fatafelluna Hayler, sem var duglegur að kyssa og kela við vinkonur hennar ásamt því að senda þeim óviðeigandi skilaboð. Móðir Price segir hana meðal annars hafa hringt í sig þegar Price var í fríi á Grænhöfðaeyjum, því hún hafi komið að Hayler kyssandi bestu vinkonu hennar á ströndinni, sem var með þeim ásamt eiginmanni sínum í fríinu. Á þessum tíma var Price ófrísk af barni hennar og Hayler. Segir móðir Price að sálfræðingur Hayler hafi greint hann með kynlífsfíkn. Price og Hayler voru gift á árunum 2013 til 2021 og endaði samband þeirra með erfiðum skilnaði.
Móðir Price, sem er sjötug að aldri, á ekki langt eftir ólifað vegna lungnasjúkdóms og segist því hafa viljað segja frá öllum þeim eitruðu samböndum sem Price hefur verið í. Með þessu vilji hún skila skömminni til þeirra sem hafa farið illa með dóttur hennar í gegnum tíðina.