Krónprins og kryddpía í samstarfi

Vilhjálmur prins og Geri Halliwell kynntu á dögunum nýtt verkefni …
Vilhjálmur prins og Geri Halliwell kynntu á dögunum nýtt verkefni til að sporna við heimilisleysi í Bretlandi. Samsett mynd

Vilhjálmur Bretaprins og kryddpían Geri Halliwell hafa tekið höndum saman til að kynna nýlegt verkefni Vilhjálms sem miðar að því að sporna við heimilisleysi í Bretlandi. Tvíeykið heimsótti á dögunum grunnskóla í Wales þar sem þau kynntu sér hvernig skólar geta gripið inn í sem fyrst til að koma í veg fyrir að nemendur verði heimilislausir í framtíðinni.

Verkefni prinsins er ætlað að nýta sérfræðiþekkingu stofnana og einstaklinga til að útbúa sérsniðna áætlun til að koma í veg fyrir heimilisleysi í Bretlandi. Í yfirlýsingu sinni vegna verkefnisins segir prinsinn af Wales að í nútímasamfélagi ættu allir að eiga öruggt heimili og með verkefninu vilji hann gera það að veruleika.

Halliwell deildi ferð sinni með prinsinum til Wales á Instagram-reikningi sínum. Segir hún að menntun sé lykillinn að því að rjúfa kynslóðavítahring hvað varðar heimilisleysi. Lýsir hún einnig yfir ánægju sinni með að fá að vera talskona verkefnisins.

View this post on Instagram

A post shared by Geri (@therealgerihalliwell)


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka