Tónlistarkonan Noah Cyrus deildi gleðitíðindum með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Instagram á dögunum, en þar tilkynnti hún trúlofun hennar og þýska fatahönnuðarins, Pinkus.
„Stærsta stund lífs míns var að segja, já. Síðasti mánuður hefur verið fullkominn,“ skrifaði Cyrus meðal annars við myndaseríu af parinu á Instagram.
Það er óljóst hversu lengi Cyrus og Pinkus hafa verið par, en þau opinberuðu samband sitt í apríl.
Cyrus átti í stormasömu sambandi við rapparann Lil Xan, en þau hættu saman árið 2018 en tóku saman aftur í stutta stund árið 2020.