Madonna hefur verið útskrifuð af spítala, en hún var lögð inn á gjörgæslu fyrr í vikunni.
Alvarleg bakteríusýking leiddi til þess að söngkonan var lögð inn á gjörgæslu en heimildarmenn fréttaveitunnar CNN herma að hún sé nú útskrifuð af spítalanum og komin aftur á heimili sitt í New York-borg.
Kemur þar fram að hún hafi enn ekki náð fullum bata en sé á góðri leið.
Söngkonan átti að hefja tónleikaferð 15. júlí en í tilkynningu umboðsmanns hennar, Guy Oseary, kom fram að tónleikunum yrði frestað þar til betur kæmi í ljós hvernig hennig gengi að ná sér af sýkingunni.