Á dögunum var tilkynnt að rótgróni vatnsdrykkurinn Toppur yrði framvegis kallaður Bonaqua. Ekki eru allir á eitt sáttir við nafnabreytinguna og flykktust ósáttir Íslendingar á samfélagsmiðla og athugasemdakerfi til að tjá skoðun sína.
Hér að neðan má sjá það helsta sem gárungar í tístheimum hafa sagt um þetta toppmál.
Kalt: klippa á sig topp
— Bríet Blær 🌬️ (@thvengur) June 28, 2023
Heitt: klippa á sig Bonaqua
qua ertu að BonA
— 💫💞 Birki🗸 (@birkirh) June 29, 2023
qua ertu að
BonAqua ertu að
BonAqua pic.twitter.com/hhu2zz3fnW
Næst verður Kókómjólk:
— Haukur Árnason (@HaukurArna) June 28, 2023
Lait au chocolat🤌
Fyrir örfáum árum þurfti nafnið Trópí að víkja fyrir Minute Maid og nú er það Toppur sem hverfur af sjónarsviðinu. Hatar útibú fyrirtækisins Coca-Cola Europacific Partners, sem eitt sinn hét Vífilfell, íslensku?https://t.co/uXpfAmUt7U
— Grétar Þór (@gretarsigurds) June 28, 2023
Ég hélt í fyrstu að það væri 1 apríl. Farsælu íslensku vörumerki slaufað, á erfitt með að sjá þetta virka gagnvart íslenskum neytendum. https://t.co/e8Iqk6TBeS
— Vilhjálmur Eiríksson (@villieiriks) June 29, 2023
Enn á íslenskan undir högg að sækja. Með ólíkindum #toppurhttps://t.co/aQ0StJlA3b
— Elin Henriks (@elinh14) June 28, 2023
já er bara hérna á berjaya hótel að drekka bonaqua
— 💎 Donna 💎 (@naglalakk) June 28, 2023
YFIRLÝSING
— Hafþór Óli (@HaffiO) June 29, 2023
Við í KKK (Kristals- og KlakaKöllum) fögnum þessari hörmulegu ákvörðun um að breyta nafni Topps í Bonaqua. Við minnum á greiðslu ársgjaldsins í KKK, ásamt á sumargleðina sem verður haldin í safnaðarheimilinu þann 17. júlí.
Stjórnin.