Yfirgefur villuna með einu skilyrði

Kevin Costner og Christine Baumgartner eiga í torveldum skilnaðardeilum þessa …
Kevin Costner og Christine Baumgartner eiga í torveldum skilnaðardeilum þessa dagana. Samsett mynd

Fyrrverandi eiginkona Kevin Costner, Christine Baumgartner, hefur samþykkt að yfirgefa glæsivilluna sem þau bjuggu saman í undir einu skilyrði, ef Costner greiðir henni hærri framfærslueyri.

Baumgartner fór fram á skilnað við Costner í maí síðastliðnum. Hún neitaði hins vegar að yfirgefa heimilið þrátt fyrir að það hafi komið skýrt fram í kaupmála fyrrverandi hjónanna að Baumgartner ætti að yfirgefa heimilið 30 dögum eftir að skilnaðarpappírum var skilað inn.

Samkvæmt TMZ á Costner að hafa samþykkt að að greiða Baumgartner 30 þúsund bandaríkjadali á mánuði fyrir leigukostnaði ofan á þær meðlagsgreiðslur sem hún fær, en fyrrverandi hjónin eiga þrjú börn saman. Auk þess væri hann tilbúinn til þess að greiða 10 þúsund bandaríkjadala í flutningskostnað.

Eftir margra vikna samningaviðræður hefur Baumgartner nú samþykkt að yfirgefa húsnæðið í lok ágúst á þessu ári, að því gefnu að Costner sjái til þess að hún endi ekki með tóma pyngjuna.

Vill stöðugleika fyrir börnin

Baumgartner segist ekki vilja yfirgefa heimilið fyrr en hún sé komin með fjárhagsáætlun sem tryggir það að börnin þurfi ekki að flytja oftar en einu sinni.  Segir Baumgartner að markmið hennar sé að viðhalda eins miklum stöðugleika í lífi barnanna eins og hún getur og sé hagsmunum barnanna ekki gætt með því að neyða hana til að flytja í ótryggt leiguhúsnæði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan dag. Hlutirnir ganga smurt fyrir sig heima aftur á móti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
5
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan dag. Hlutirnir ganga smurt fyrir sig heima aftur á móti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
5
Eva Björg Ægisdóttir