Poppstjarnan Herbert Guðmundsson er með einfalda lausn sem lífgar upp á tilveruna þegar veðrið gerir Íslendingum lífið leitt. Þá tekur hann fram forláta gul gleraugu sem hann sérpantar frá Los Angeles og losnar þá við við grámyglulegan dumbunginn eins og hendi væri veifað.
Í þessu broti segir Hebbi frá gleraugunum sínum sem fylgja honum hvert sem hann fer.
Hebbi hefur um áratugaskeið sett svip sinn á íslenskt tónlistarlíf með sínum einstaka hætti. Í Dagmálum ræðir hann við blaðakonuna Ásthildi Hannesdóttur um litríkan ferilinn og dregur ekkert undan.