Tvenn gullverðlaun á öðrum degi keppninnar

Íslenska landsliðið í listdansi er að slá í gegn í …
Íslenska landsliðið í listdansi er að slá í gegn í Portúgal. Samsett mynd

Íslenska landsliðið í listdansi keppir nú á heimsmeistaramótinu í dansi, Dance World Cup, en landsliðið skipar yfir 200 dansara frá 11 listdansskólum á aldrinum sex til 25 ára. Íslenska liðið mætir sterkt til leiks í ár og hefur nú þegar unnið til tveggja gullverðlauna. 

Úrslitakeppnin í ár er haldin í Braga í Portúgal, en yfir 7500 dansarar frá 50 þjóðum keppa í dansstílum, allt frá klassískum ballet yfir í götudans (e. street dance).

Chantelle Carey, skipuleggjandi íslenska landsliðsins, segir það stórkostlegt að sjá vöxt liðsins frá því hún stóð fyrir fyrstu undankeppninni hér heima árið 2019. „Við erum með mjög sterkt lið og ef það væri ekki fyrir stuðning kennara, danshöfunda, foreldra og auðvitað nemendanna sjálfra þá væri þetta ekki hægt,“ segir Chantelle.

Á sviðinu í Braga.
Á sviðinu í Braga. Ljósmynd/Chantelle Carey

Tvöföldu heimsmeistararnir koma frá DansKompaní í Reykjanesbæ, en þau kepptu bæði í Song and Dance flokki. Siguratriðiðin heita Gefðu skít í það og Ef þú ert skræfa, en danshöfundur beggja atriða er Elma Rún Kristinsdóttir. 

„Við erum algjörlega í skýjunum yfir þessum frábæra árangri skólans og höfum grátið af gleði,“ segir Helga Ásta Ólafsdóttir, skólastjóri DansKompaní. „Þetta er afrakstur mikillar vinnu, eljusemi og ástríðu dansara, danshöfunda og danskennara. Sterkur foreldrahópur er einnig stór partur af liðsheildinni,“ segir Helga Ásta. 

Chantelle telur óhætt að segja að það sé mikil gróska í keppnissenunni á Íslandi og að hún muni styrkjast með hverju árinu. „Keppnin er frábær vettvangur fyrir nemendur til að kynnast öðrum dönsurum annars staðar að úr heiminum og fá tækifæri til að sækja tíma hjá kennurum sem eru stórir í danssenunni erlendis,“ segir Chantelle. 

Mikil spenna er í íslenska hópnum.
Mikil spenna er í íslenska hópnum. Ljósmynd/Chantelle Carey
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir