Laus úr fangelsi eftir tæplega tvö ár

Allison Mack laus úr fangelsi, en leikkonan var dæmd fyrir …
Allison Mack laus úr fangelsi, en leikkonan var dæmd fyrir aðild sína að Nxivm-mansalshringnum. AFP

Banda­ríska leik­kon­an All­i­son Mack, sem er hvað þekkt­ust fyr­ir leik sinn í ung­lingaþáttaröðinni Small­ville, hef­ur verið lát­in laus eft­ir að hafa setið í fang­elsi í tæp­lega tvö ár. Hún var dæmd fyr­ir aðild sína að Nx­i­vm-man­sals­hringn­um. Leik­kon­an var fyrst hand­tek­in árið 2018 og átti yfir höfði sér allt að 17 ára fang­elsi.

Mack, 40 ára, var sleppt úr fang­elsi hinn 3. júlí síðastliðinn að því er fram kem­ur á vef Fang­els­is­mála­stofn­unn­ar (e. Feder­al Bureau of Pri­sons). Leik­kon­an var dæmd í þriggja ára fang­elsi í júní 2021, en hún játaði fyr­ir dómi að hafa hjálpað til við að lokka kon­ur til fylg­is við Nx­i­vm-man­sals­hring­inn. Mack hóf afplán­un sína í al­rík­is­fang­els­inu í Dublin í Kali­forn­íu í sept­em­ber 2021.

Leik­kon­an hlaut væg­ari dóm gegn því að veita al­rík­is­lög­reglu og sak­sókn­ara mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar um sam­tök­in og leiðtoga þeirra, Keith Rani­ere. Í októ­ber 2020 var Rani­ere dæmd­ur í 120 ára fang­elsi fyr­ir fjár­glæfra­starf­semi, kyn­lífsþrælk­un og aðra glæpi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Einhver sem þarfnast aðstoðar þinnar þorir ekki að tala við þig. Gáðu að því hvernig þú talar við aðra og þeir við þig. Gefðu þér tíma til að taka þátt í smásprelli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Einhver sem þarfnast aðstoðar þinnar þorir ekki að tala við þig. Gáðu að því hvernig þú talar við aðra og þeir við þig. Gefðu þér tíma til að taka þátt í smásprelli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant