Laus úr fangelsi eftir tæplega tvö ár

Allison Mack laus úr fangelsi, en leikkonan var dæmd fyrir …
Allison Mack laus úr fangelsi, en leikkonan var dæmd fyrir aðild sína að Nxivm-mansalshringnum. AFP

Bandaríska leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn í unglingaþáttaröðinni Smallville, hefur verið látin laus eftir að hafa setið í fangelsi í tæplega tvö ár. Hún var dæmd fyrir aðild sína að Nxivm-mansalshringnum. Leikkonan var fyrst handtekin árið 2018 og átti yfir höfði sér allt að 17 ára fangelsi.

Mack, 40 ára, var sleppt úr fangelsi hinn 3. júlí síðastliðinn að því er fram kemur á vef Fangelsismálastofnunnar (e. Federal Bureau of Prisons). Leikkonan var dæmd í þriggja ára fangelsi í júní 2021, en hún játaði fyrir dómi að hafa hjálpað til við að lokka konur til fylgis við Nxivm-mansalshringinn. Mack hóf afplánun sína í alríkisfangelsinu í Dublin í Kaliforníu í september 2021.

Leikkonan hlaut vægari dóm gegn því að veita alríkislögreglu og saksóknara mikilvægar upplýsingar um samtökin og leiðtoga þeirra, Keith Raniere. Í október 2020 var Raniere dæmdur í 120 ára fangelsi fyrir fjárglæfrastarfsemi, kynlífsþrælkun og aðra glæpi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir