Sökuð um að notfæra sér Ozempic

Leikkonan Christina Hendrick var mjög vinsæl í hlutverki sínu sem …
Leikkonan Christina Hendrick var mjög vinsæl í hlutverki sínu sem Joan Harris í Mad Men. Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Christina Hendricks hefur verið sökuð um að notfæra sér sykursýkislyfið Ozempic, sem hefur notið mikilla vinsælla í Hollywood undanfarna mánuði.

Leikkonan sem er einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem ritarinn Joan Harris í Mad Men, vakti heimsathygli fyrir íturvaxinn líkama sinn, en henni hefur verið líkt við þokkagyðjurnar Marilyn Monroe og Raquel Welch.

Hendricks birti myndir af sér á samfélagsmiðlinum Instagram og í kjölfar færslunnar vöknuðu miklar vangaveltur á meðal fylgjenda stjörnunnar enda virðist leikkonan mun grennri en oft áður.

„Bókstaflega allir eru á Ozempic,” skrifaði einn fylgjandi stjörnunnar við færsluna, en myndirnar sýna leikkonuna í fallegum hnésíðum svörtum kjól. „Þú ert að léttast of mikið,” skrifaði annar.

Hendricks er um þessar mundir að undirbúa brúðkaup, en hún trúlofaðist George Bianchini í mars eftir að hafa kynnst honum við tökur á þættinum Good Girls. Hendricks og Bianchini byrjuðu saman stuttu eftir að tíu ára hjónabandi leikkonunnar og leikarans Geoffrey Arend lauk árið 2019.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir