Cole Sprouse sást á Laugaveginum

Vel fór á með Sprouse og aðdáendum sem á vegi …
Vel fór á með Sprouse og aðdáendum sem á vegi hans urðu. Ljósmynd/Aðsend

Leikarinn Cole Sprouse sást á gangi um Laugaveginn í gærkvöld samkvæmt heimildum mbl.is. Sýnist hann heilsa aðdáendum léttur í bragði á myndum sem bárust mbl.is.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikarinn spókar sig á Íslandi en hann sótti landið heim vorið 2019 og birti myndir á Instagram af ferðalaginu.

Sprouse er þekktastur fyrir leik sinn í Netflix-þáttaröðinni Riverdale og hlutverk sitt sem Cody Martin í þáttaröðinni The Suite Life of Zack and Cody, sem sýnd var á Disney Channel árin 2005 til 2008.

Í árslok 2019 heimsótti tvíburabróðir Cole, Dylan Sprouse, Ísland og naut alls þess besta sem Suðurlandið hefur upp á að bjóða.

Cole Sprouse.
Cole Sprouse. Ljósmynd/Wikipedia.org
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar