Ráðherrann snýr aftur

Úr sjónvarpsþátturnum Ráðherrann með Ólafi Darra í aðalhlutverki.
Úr sjónvarpsþátturnum Ráðherrann með Ólafi Darra í aðalhlutverki. Ljósmynd/Aðsend

Tökur á nýrri þáttaröð af sjónvarpsþáttunum Ráðherrann munu hefjast 20. júlí. Ekki er ákveðið hvenær þættirnir verða sýndir en framundan eru 65 tökudagar á yfir þremur mánuðum.

Þetta staðfestir Hlín Jóhannesdóttir, framleiðandi þáttanna, í samtali við mbl.is.

Taka upp þráðinn

Ólafur Darri Ólafsson leikur forsætisráðherrann, Benedikt Ríkharðsson, sem greinist með geðhvarfasýki í fyrstu seríu. Aðstoðarmaður hans leggur bæði stöðugleika ríkisins og einkalíf sitt að veði til þess að halda sjúkdómnum leyndum fyrir þjóðinni.

Hlín segir að nýja serían muni byrja nokkurn veginn þar sem við var skilið í síðustu seríu.

„Í grunnin er verið að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið, í rauninni er ekki liðinn langur tími í þáttunum. Benedikt er auðvitað í sínu ástandi. Ríkisstjórnin og konan hans eru að meta aðstæður hvað hann varðar. Þau reyna að halda honum með og inni í öllu vegna þess að hann er flottur maður og búinn að sanna sig.“

Tökur á annari seríu af Ráðherranum byrja 20. júlí.
Tökur á annari seríu af Ráðherranum byrja 20. júlí. Skjáskot/RÚV

Áhorfendur verða ekki sviknir

Hlín vildi vitaskuld ekki gefa upp of mikið en sagði að áhorfendur yrðu ekki fyrir vonbrigðum.

„Það á ekkert að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur í þessu. Við erum með þétt og metnaðarfullt prógramm framundan,“ segir hún og bætir við:

„Ég stend á því fastar en fótunum að þeir sem kunnu að meta fyrstu seríuna verða ekki sviknir með þessa.“

Enginn í sumarfríi

Leikstjórarnir verða þau Arnór Pálmi Arnarson og Katrín Björgvinsdóttir. Í heildina munu þetta verða átta þættir og mun Arnór sjá um sex þætti en Katrín tvo. Birkir Blær Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson eru handritshöfundar þáttanna. Hlín segir að allt sé að verða klárt fyrir tökur.

„Handritin eru klár og leikarar eru að setja sig í stellingar. Aðrar deildir, eins og til dæmis leikmynd og búningar eru klárar. Það er líka búið að ráða allt fólkið,“ segir Hlín.

„Það eru allir að vinna á fullu hjá okkur og enginn í sumarfríi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir