Kærustuparið borðaði samtals um 7 kíló

„Katina Eats Kilos“ að gera það sem hún gerir best.
„Katina Eats Kilos“ að gera það sem hún gerir best. mbl.is/Óttar

„Hér var slatti af fólki og frábær stemming. Það var frekar spennuþrungið andrúmsloft þegar hún var að klára en hún náði að klára 3,2 kíló af mat á klukkutíma.“

Þetta segir Linda Björg Björnsdóttir, eigandi Gastro Truck, í samtali við mbl.is um Katinu sem keppti í kappáti fyrr í dag. Klukkan tvö hófst kappát á milli Youtube-stjarnanna Randy og Katinu sem eru kærustupar frá Bandaríkjunum og starfa við það að borða ógrynni matar.

Þau halda bæði út Youtube-rás þar sem þau keppast við að borða mörg kíló af ýmis konar mat. Rásirnar heita „Randy Santel“ og „Katina Eats Kilos“ en þau eru samanlagt með yfir tvo milljón fylgjendur. 

Skora á Hafþór

Að sögn Lindu borðuðu þau stóra hamborgara frá Gastro Truck og sérstakar franskar með kjúklingi og sósu. Randy bar sigur úr býtum í keppninni en hann borðaði samtals 3,6 kíló af mat á 53 mínútum. Katina náði að borða 3,2 kíló á klukkutíma og því borðuðu þau samtals 6,8 kíló.

„Það var mikið af fólki hérna sem að þekkti þau mjög vel. Þau komu hingað og voru alveg með stjörnur í augunum. Núna eru þau bara að gefa út eiginhandaráritanir.“

Hún bætir við að parið skori nú á aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson og vilja ólm keppa við hann í kappáti.

Hituðu upp með hákarl

Spurð um hvernig þetta kom til segir Linda að hún hafi einfaldlega sent Randy skilaboð. 

„Ég var búin að vera fylgja honum á Instagram í vetur og ákvað að senda honum línu og spyrja hvort að hann vildi koma til Íslands og taka þátt í mataráskorun. Við erum búin að vera í sambandi síðan þá.“

Randy Santel í vígahug áður en hann hóf átið.
Randy Santel í vígahug áður en hann hóf átið. mbl.is/Óttar

Hún segir að mataráskorunin hófst fyrir parið á fimmtudaginn þegar að þau lentu á Íslandi. „Þá bauð ég þeim í grill heima og þau fengu hákarl og brennivín. Þau stóðu áskorunina með stæl.“ 

Spurð hvort að parið hafi borðað nokkur kíló af hákarl svarar Linda því neitandi og segir að þau hafi látið nokkra bita nægja. 

mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup