„Hann fæst við blekkingar, ekki óhreinindi og vínber“

Fyrrverandi leikarahjónin Angelina Jolie og Brad Pitt deila um vínekruna …
Fyrrverandi leikarahjónin Angelina Jolie og Brad Pitt deila um vínekruna sem þau festu kaup á árið 2011. Samsett mynd

Leikkonan Angelina Jolie gerir óspart grín að fyrrverandi eiginmanni sínum, Brad Pitt, í nýjum gögnum sem hún skilaði til dómstóla á mánudag. Í gögnunum fullyrðir Jolie að Pitt sé ítrekað með lygilegar frásagnir og fullyrðingar er varða franska vínekru og víngerð sem var í eigu fyrrverandi hjónanna áður en Jolie seldi sinn hlut.

„Ég er orðinn bóndi,“ sagði Pitt, 59 ára, í viðtali við Wine Spectator árið 2014. „Ég elska að læra um landið og hvaða akur hentar best hvaða vínberi. Þetta hefur verið lærdómsríkt ferli fyrir mig,“ sagði leikarinn einnig.

Samkvæmt Jolie hefur Pitt ekki komið nálægt neinu er snýr að fyrirtækinu né vínekrunum en á þó í engum vandræðum með að eigna sér heiðurinn af framleiðslunni. „Pitt er leikari, ekki víngerðarmaður,“ segir Jolie í gögnunum. „Hann fæst við blekkingar, ekki óhreinindi og vínber.“

Fyrrverandi leikarahjónin festu kaup á vínekrunni árið 2011 og hafa frá skilnaði sínum árið 2016 átt í langvarandi deilum um flest er átti sér stað í sambandi þeirra.

Jolie seldi sinn hlut í víngerðinni árið 2021. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan